27.11.16

Aðventu krans - A4 jólaáskorun

Við systur erum spenntar í að taka þátt í A4 jóláskoruninni ásamt nokkrum skemmtilegum bloggurum. Áskorunin fólst í því að velja efnivið í A4 og föndra eitthvað jólalegt. Það var nú ekki erfitt að finna eitthvað fallegt þarna, frekar erfitt að geta ekki bara valið allt ;)

Fyrsta föndrið, því við gátum ekki takmarkað okkur við bara eitt verkefni, var að föndra aðventukertin. Við settum myndina upp í photoshop og ákváðum að hafa þetta frekar stílhreint þetta árið; fallegur krans og tölustafir í miðju. Til þess að útbúa kertið notuðum við sérstakt lím fyrir kerti en límið er eldhemjandi. Pappírinn fengum við einnig í A4 en hann er mjög fallegur og eilítið yrjóttur. Bakkann og könglana áttum við fyrir en ákváðum að bæta þessum fallegu hvítu fjöðrum við þar sem þær gefa skreytingunni mjúkan blæ.











Við erum alsælar með aðventukransinn og þökkum A4 og Soffíu í Skreytum hús fyrir þessa skemmtilegu áskorun. Hér er listi yfir þá bloggara sem taka þátt í áskoruninni, endilega kíkið inn til þeirra líka:
Svo margt fallegt
Fífur og fiður
Skreytum hús
Pigment
Bjargey & co

Og þessi blogg eiga eftir að koma með eitthvað sniðugt tengt áskoruninni:
Ynjur
Blúndur og blóm
Hvítir mávar
Dætur
Frú Galin




Eigið ljúft kvöld :)
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...